Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 16:17:09 (3934)

2001-01-18 16:17:09# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[16:17]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. gleymdi að lesa niðurlag setningarinnar. Þar stendur, með leyfi herra forseta:

,,Einnig er viðurkennt, að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998.``

Með þessu segir hann að þetta ákvæði um skerðingu sé ekki heimilt. En það megi hugsanlega hafa aðra skerðingu. (Gripið fram í: Nei.)

Herra forseti. Hef ég orðið eða þessi hv. þm.? (Gripið fram í: Ég segi það nú.) Ef þetta var niðurstaðan til hvers er þá allur rökstuðningur Hæstaréttar?