Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 16:27:18 (3944)

2001-01-18 16:27:18# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[16:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Varðandi fyrra atriðið þá er það mál sem ég hef haft mikinn áhuga á. Ég vildi gjarnan að fólk fengi lífeyrisrétt fyrir þann tíma sem það annast börnin eða sinnir foreldrum sínum sem eru með Alzheimer-sjúkdóm eða stundar almennt umönnun á heimilunum, að fólk fái fyrir það lífeyrisrétt og ríkið borgaði fyrir það iðgjald.

Varðandi lága viðmiðun, hún á ekkert við um öryrkja vegna þess að þegar öryrkinn er framreiknaður eru tekin laun síðustu þriggja ára. (GAK: Hafi hann þá greitt í lífeyrissjóð.) Hann á að sjálfsögðu að hafa greitt í lífeyrissjóð, hann á að greiða í lífeyrissjóð, það eru lög fyrir því.