Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 16:31:39 (3948)

2001-01-18 16:31:39# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[16:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég fór nákvæmlega í gegnum það í ræðu minni hvernig ég komst að þeirri niðurstöðu að það megi taka tillit til tekna fjölskyldu og ég ætla ekki að fara að rekja það allt aftur. En ég bendi á að Hæstiréttur segir þarna ,,með þeim hætti``. Af hverju sagði hann það? Af hverju sagði hann ekki bara ,,samkvæmt þessu``. Af hverju sagði hann ekki bara að þessi grein sé ógild og það hafi komið eitthvað annað í staðinn? Nei, vegna þess að hann gat það ekki. (ÖS: Svo segir í dómsorðinu.) (Gripið fram í.) Ef greinin félli burt þá má ekki greiða neitt, (Gripið fram í.) þannig að það má ekki skerða þetta ,,með þessum hætti``. Það má skerða þetta einhvern veginn öðruvísi. Það les ég út úr dómnum og það skal enginn fá mig ofan af því með svona tómum rökstuðningi.