Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10:52:47 (4007)

2001-01-22 10:52:47# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[10:52]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. segir að hagræðið sem felst í sambúð megi meta til 8 þús. kr. Það er rangt. Það má meta til 22 þús. kr. og það er þegar búið að gera það. Þegar er búið að meta þetta hagræði til nánast þrefalt þeirrar upphæðar sem hv. þm. talar um.

Það liggur einfaldlega fyrir að við það að fara í sambúð tapar öryrkinn heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Þetta nemur samtals 22 þús. kr. Þetta nemur 30,67% af þeim framfærslueyri sem hann hafði úr opinbera sjóðnum. Ef þessi rök hv. þm. eru einu rökin sem meiri hlutinn hefur, þá hrynja þau eins og spilaborg.