Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 12:09:33 (4021)

2001-01-22 12:09:33# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[12:09]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur, frsm. minnihlutaálits heilbr.- og trn. fyrir góða yfirferð og greinargott nefndarálit. Þar er að finna ýmislegt, ýmsa umfjöllun um öryrkja og kjör þeirra og ýmsa pólitík sem lýtur að þessu. En á ákveðinn hátt er líka verið að fjalla um skilning hennar á dómi Hæstaréttar sem ég ætla að halda fram að sé nákvæmlega sá sami og hefur verið haldið fram af hálfu öryrkja. Hún leitast þar við að rökstyðja álit stjórnarandstöðunnar, skilning stjórnarandstöðunnar, með tilvísun í dóminn. Hins vegar langar mig í þessu samhengi að benda hv. þm. á og minna hana á orð hennar í sjónvarpsviðtali í gær þar sem hún ítrekaði að skilningurinn gæti verið ýmis og að lögmenn legðu mismunandi skilning og lögfræðingar almennt í þennan dóm.

Mér finnst ástæða til að árétta þetta vegna þess að hv. þm. hefur þótt með ólíkindum margt af því sem aðrir hafa haldið fram um skilning sinn á þessu máli.