Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 12:10:47 (4022)

2001-01-22 12:10:47# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[12:10]

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Að halda því fram að ég hafi ekki rökstutt mitt mál, mál stjórnarandstöðunnar í þessu máli með vísunum í dóminn. Mál mitt gekk meira og minna út á það, herra forseti, og ég vísa til þess, til nefndarálitsins og vísa þessari fullyrðingu algerlega á bug.

Hér hélt ég langa ræðu um það og lagði mjög mikið í það einmitt að rökstyðja mál okkar. Hins vegar vill svo til, herra forseti, að það er að miklu leyti í samræmi við kröfugerð Öryrkjabandalagsins og skilning þeirra á dómi Hæstaréttar. En ég bendi líka á að þegar árið 1998 erum við þessarar skoðunar í nefndaráliti sem kom þá fram frá minni hluta og höfum verið það lengi. Það er því alveg fráleitt að láta að því liggja að við höfum ekki sjálfstæða skoðun í málinu og séum að hengja okkur í kröfugerð Öryrkjabandalagsins.

En varðandi það að ég hafi sagt í viðtali að það væri mismunandi skilningur á málinu þá væri ég hreinlega að ljúga ef ég héldi því fram að svo væri ekki. Það breytir ekki þeirri skoðun sinni að mér finnst margt með ólíkindum sem kemur fram í áliti meiri hlutans og málflutningi þeirra.