Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 14:26:29 (4028)

2001-01-22 14:26:29# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[14:26]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er með ólíkindum hve útúrsnúningur í málflutningi getur gengið langt. Við stöndum frammi fyrir því að miðað við það að tekjutengja lífeyrinn við laun maka hefur öryrki sem fær lífeyri frá almannatryggingakerfinu hingað til fengið 18 þús. kr. Síðan er verið að ræða um að þetta sé lækkað úr 51 þús. niður í 43 þús. (Gripið fram í.) Hvar er reikningslistin? (Gripið fram í.) Það er verið að tala um að færa þetta úr 18 þús. upp 43 þús. kr. Er einhver misskilningur hjá hv. þm.?