Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 14:27:27 (4029)

2001-01-22 14:27:27# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[14:27]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru engir útúrsnúningar. Tekjutrygging öryrkja er 32.566 kr. á mánuði hverjum. Hér erum við að ræða frv. sem gerir ráð fyrir því að þessi tekjutrygging verði færð niður í 25 þús. kr. Tekjutryggingin byrjar að skerðast þegar makinn hefur 134.280 kr. á mánuði og staðreyndin er sú að tekjutryggingin er færð niður.

Eru það kannski líka útúrsnúningar að ríkisstjórnin ætli að beita ströngustu fyrningarákvæðum í lögum til að hafa réttmætar greiðslur til öryrkja? Er það líka útúrsnúningur? Ég spyr eftir hinum pólitísku, siðferðilegu röksemdum sem fulltrúar Sjálfstfl. og málsvarar ríkisstjórnarinnar í þessu hneykslismáli ætla að beita fyrir sig í þessu efni.