Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 14:28:29 (4030)

2001-01-22 14:28:29# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[14:28]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. er fullljós afstaða ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hún telur að Hæstiréttur hafi sagt að heimild sé til að tekjutengja tekjutryggingu öryrkja við laun maka. Það á að vera alveg ljóst. (Gripið fram í.)

Hv. þm. spurði hvort einhver siðferðileg umræða hefði verið um þetta atriði í nefndinni. Vissulega var siðferðileg umræða þar um. Þar var rætt um hvort það væri siðferðilega rétt að færa tekjur frá þeim sem minna hafa til þeirra sem meira hafa, þ.e. að almannatryggingakerfið sem er fjármagnað af almannafé, af skattpeningum allra í landinu verði notað til að færa skattfé frá þeim sem minna hafa og til hinna sem meira hafa.