Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 14:39:46 (4037)

2001-01-22 14:39:46# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[14:39]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er lítilsvirðandi að láta brjóta á sér. Það skiptir ekki máli í þessu tilfelli hvort tekjurnar eru 200 þús., 1 millj. eða þaðan af meira. Það skiptir ekki máli. Tekjutryggingin er persónubundinn réttur. Aftur á móti hafa tekjur og kjör fólks áhrif á aðra þætti, t.d. heimilisuppbótina og eigin tekjur lækka tekjutrygginguna. Aðeins þessi háttur, að miða tekjur maka, er óheimill.

Þegar menn verða fyrir tjóni skiptir ekki alltaf máli hvort tjónið er mikið eða lítið. Lítilsvirðingin af þeirri upplifun skiptir líka máli.