Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 15:50:18 (4049)

2001-01-22 15:50:18# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[15:50]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel það mjög mikilvægt sem hér hefur komið fram, að hv. þm. telur, þrátt fyrir öll stóryrðin, að nauðsynlegt sé að Alþingi setji lög til að unnt sé að framfylgja dómi Hæstaréttar. Það er alveg skýrt og þess vegna er fjallað um það hér. Þrátt fyrir það sem hv. þm. hefur sagt, hvernig hún hefur talað um sannfæringu sína og hvernig hún hóf ræðu sína um að þetta lægi ljóst fyrir, að það hefði verið unnt strax og dómur Hæstaréttar féll að komast að niðurstöðu í málinu, þá leggur hún hér fram tillögu að rökstuddri dagskrá þar sem lagt er til að heilbr.- og trn. semji frv. til laga svo unnt sé að framfylgja dómi Hæstaréttar.