Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:13:39 (4113)

2001-01-22 23:13:39# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:13]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að ríkisstjórnin sé ekki að taka áhættu í því. Það má alveg eins halda því fram að það sé ekki í samræmi við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar hve lítill og lágur þessi lífeyrir er. Það er ekki hár lífeyrir 51 þús. kr. Ég ætla að vona að íslenskt þjóðfélag geti hækkað þennan lífeyri í framtíðinni. En mér finnst út í hött að binda sig við það nú á þessari stundu að geta ekki hækkað hann án þess að hann gangi jafnt til allra og því eigi ekki að miða við tekjur maka í því sambandi. Það vill stjórnarandstaðan hins vegar gera og ég er andvígur því.