Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:24:04 (4122)

2001-01-22 23:24:04# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:24]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Rétt skal vera rétt. Með frv. ríkisstjórnarinnar er verið að skerða tekjutryggingu til öryrkja vegna tekna maka þeirra um rúmar 7.500 kr. Þetta er staðreynd sem ríkisstjórnin getur ekki komist fram hjá. Byrjað er að skerða þessa lágu tekjutryggingu þegar tekjur maka hans eða hennar, öryrkjans, eru langt undir því meðaltali sem gerist á íslenskum vinnumarkaði.

Ég nota óhikað orðið svívirða um þessar aðfarir. En svívirðilegast af öllu er sennilega hitt að leyfa sér að beita skerðingarákvæðum til að hafa þessar réttarbætur af öryrkjum.