Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:28:21 (4126)

2001-01-22 23:28:21# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:28]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hefur verið margvitnað til þeirra lögfræðinga sem hæstv. utanrrh. nefndi, þeirra fjögurra lögfræðinga sem allir eru á einu máli um að samkvæmt dómsniðurstöðunni sé bannað að skerða lífeyri vegna tekna maka.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því hvort hann sé sammála því að mannréttindaákvæðin í stjórnarskránni nýju frá 1995 hafi haft afgerandi áhrif á þá niðurstöðu sem varð í dómnum. Ég vitna þar m.a. til þess að Sigurður Líndal lagaprófessor sagði að hann væri ekki sannfærður um að dómurinn mundi hafa fallið á þann veg sem hann gerði ef mannréttindaákvæðin hefðu ekki verið komin til 1995, ef dómurinn hefði fallið fyrir árið 1995, þ.e. áður en hin nýju mannréttindaákvæði komu inn.