Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:33:58 (4131)

2001-01-22 23:33:58# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, SvH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:33]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá öndverðu álitið að mál þetta væri óþinglegt og með öllu óhæft til umræðu og afgreiðslu á hinu háa Alþingi af því að ýmsar greinar þess, ef að lögum verða, brjóta bersýnilega í bága við stjórnarskrá lýðveldisins.

Flokkurinn hefur ekki breytt þessari afstöðu sinni og þegar við bætast röksemdir, sem minni hluti heilbr.- og trn. hefur fært fram, er einsýnt að þingmenn flokksins hljóta að fylgja fast fram þeirri tillögu til frávísunar sem er hér til afgreiðslu.