Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:10:33 (4148)

2001-01-23 11:10:33# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:10]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það var margt í þessari ræðu sem ástæða væri til að gera athugasemdir við, en það sem ég mælti í upphafi fyrstu ræðu minnar um að frv. væri brot á stjórnarskrá og brot á mannréttindum. Ég segi að ég tók það jafnnærri mér að segja þessi orð og hafði engan fyrirvara þar á og ég veit að hv. þm. voru þessi orð jafnþung. Eins og ég skil dóm Hæstaréttar sem byggir á kröfu Öryrkjabandalagsins, þá er mér þetta mál mjög erfitt og mér finnst, herra forseti, að það sé verið að brjóta stjórnarskrána með þessu frv. og mér finnst að þetta sé brot á mannréttindum.

Herra forseti. (Forseti hringir.) Eitt orð til viðbótar í næstu ræðu.