Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:11:47 (4149)

2001-01-23 11:11:47# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:11]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hv. þm. hvort hún virði þá skoðun mína og þá sannfæringu mína að Hæstiréttur hafi dæmt öðruvísi en hv. þm. telur, hvort hún virði þá skoðun mína að það megi skerða bætur öryrkjans miðað við tekjur makans eins og ég skil dóm Hæstaréttar. Virðir hún þessa skoðun mína? Leyfir hún mér að hafa þessa skoðun?