Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:15:43 (4153)

2001-01-23 11:15:43# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:15]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi varðandi hvað eigi að greiða. Ég spurði að þessu og fulltrúar Tryggingastofnunar sögðust geta greitt þetta en ég fékk ekki upplýsingar um hvað ætti að greiða og eftir hvaða reglum. Ég stórefa að þeir geti búið til rökrænar reglur einir sér sem standast önnur lög því að Tryggingastofnun má heldur ekki greiða út úr sjóðum almennings nema með lögum. Það segir stjórnarskráin sem allir vilja virða.