Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 14:26:39 (4179)

2001-01-23 14:26:39# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[14:26]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson hefur haft hér stór orð um óréttlæti og kúgun í heiminum, um ástand heimsins. Hann tók svo djúpt í árinni að segja að hundruð milljóna manna (EOK: Lifðu við sult og hörmungar.) lifðu við sult og hörmungar. Ég þakka hv. þm. fyrir.

Ég vil byrja á að bjóða hv. þm. velkominn í hóp okkar hér í þessum sal sem hafa áhyggjur af fleirum en þeim sem búa á Íslandi. Það eru mjög ánægjuleg tíðindi. En mig langar hins vegar að spyrja hv. þm. hvort hann telji að góð hagstjórn ein og sér bjargi mannslífum?