Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 15:19:12 (4190)

2001-01-23 15:19:12# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Þessi ræða hv. þm. Jóhanns Ársælssonar var meira eins og eftirmæli um Samfylkinguna heldur en átakavilji til framtíðar. Það er sorglegt að þeir flokkar sem hafa a.m.k. öðrum fremur nuddað sér upp úr því að vera flokkar jafnaðarmennsku skuli þola slíka niðurstöðu hjá Hæstarétti Íslands þó að það sé Hæstiréttur Íslands sem á að vera skilvirkur dómari.

Það gildir nefnilega enn þá og á vonandi að gilda í þjóðfélagi okkar að menn eigi ekki að þola órétt. Þetta er spurning um að verja möguleika þess smæsta til þess að hafa ... (Gripið fram í.) Hef ég orðið, herra forseti?

(Forseti (GuðjG): Hv. þm. hefur orðið og forseti biður þá sem hér eru viðstaddir að hafa þögn í salnum meðan þingmaðurinn talar.)

Það var nefnilega svolítið merkilegt, herra forseti, í ræðu hv. þm. Jóhanns Ársælssonar að hann sagði að kannski væru menn að hugsa til framtíðar, kannski væru menn að hugsa til framtíðar með þeim lögum sem hér er verið að fjalla um. Auðvitað hljóta menn að vera að hugsa til framtíðar og það ætti hv. þm. sem skipasmiður að vita að menn byggja bát sem á að duga til framtíðar en eru ekki með einhvern naglaskap sem er lágkúruyrði og léttvægt í öllu því sem á að standa til framtíðar. Menn verða að þora að forgangsraða hver eigi að hafa rétt umfram annan og þeir verða að þora að skipta kökunni en fara ekki eins og heybrækur í málefnum og hrekjast undan veðri og vindum þó að þar komi ákveðnir dómar eða skipanir að ofan sem eru þó mjög óklárar.