Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 15:23:46 (4192)

2001-01-23 15:23:46# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég veit ekki hversu miklu lengra við komumst í þessari umræðu málefnalega því að hér takast á stálin stinn, þ.e. fullyrðing gegn fullyrðingu og ég held að það geti ekki verið öðruvísi því að verið er að takast á um túlkun hæstaréttardóms og dómurinn var annaðhvort af eða á og annaðhvort skilur maður dóminn á einn veginn eða annan. Það eru engar málamiðlanir í gangi.

Það hefur margoft komið hér fram að við í minni hlutanum á Alþingi túlkum dómsorðið eins og það stendur vegna þeirra krafna sem fram voru bornar af Öryrkjabandalaginu og teljum að dómsorðið eigi þá við þær kröfur og ekkert annað. Spurningin er í rauninni eingöngu um það hvaða pólitísku gleraugu maður setur á nefið. Í þessari umræðu hefur mér stundum fundist eins og önnur gleraugun væru dökk sólgleraugu en hin aðeins bjartari og þá fer auðvitað eftir því hver tekur þetta til sín. Ég vil meina að stjórnarliðar hafi sett upp dökk gleraugu, hafi ekki viljað sjá það sem stendur í dómnum af því að það þarf að horfa til framtíðar, af því að það þarf að horfa til þess hvaða afleiddu þýðingu dómurinn hefur fyrir aðra hópa. Það er málið.

(Forseti (HBl): Forseti biður hv. þm. afsökunar. Svo háttar til að forsætisnefnd þarf að koma saman til stutts fundar. Forseti spyr hvort svo standi á að þingmaður geti fallist á fundi verði frestað í tíu mínútur.)

Já, það get ég.