Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:18:37 (4195)

2001-01-23 16:18:37# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:18]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi hana sem dæmi um aðstæður og sjálfsvirðingu fólks. Sú kona sem ég vitna þarna til hefur sem betur fer getað unnið úti og þar af leiðandi kemur þetta ekki inn á hennar kjör. En hún nefnir nákvæmlega þessar tilfinningar, þ.e. geta séð fyrir sér sjálfur. Það er sjálfsvirðingin, það er að vera manneskja og geta séð sér sjálfum farborða og fjölskyldu sinni. Það er til þess sem ég var að vitna.