Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:23:37 (4200)

2001-01-23 16:23:37# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:23]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég bið hv. þm. um að tala skýrt. Stendur hún við þau orð sín að Alþingi Íslendinga hafi verið kallað saman til þess að lögfesta brot á stjórnarskrá lýðveldisins, að Alþingi hafi verið kallað saman til þess að staðfesta brot á mannréttindum?