Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:24:51 (4202)

2001-01-23 16:24:51# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:24]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Þuríður Backman hefur haldið langa og ítarlega ræðu, farið víða í henni og m.a. stuðst við dóm Hæstaréttar með mörgum tilvísunum í hann, tekið upp orðrétt margt sem segir í þeim dómi. En mig langar við lok þessarar löngu ræðu að minna hv. þm. á upphafsorð hennar þar sem hún komst svo að orði að við komumst ekki lengra í þessari umræðu vegna þess að hér standi fullyrðing gegn fullyrðingu.

Spurning mín til hv. þm. er sú hver hún telji að eigi að skera úr.

Mig langar að vekja athygli á öðru. Hún vísar í hv. þm. Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, og hún talar um hroka. Hún vísar í Steingrím fyrir ágæta orðskýringu hans, ,,orðabókarskýringu Steingríms`` eins og hún kallaði það, og talar síðan um hroka. En lítur hv. þm. ekki svo á að það sé hroki eftir alla þá umræðu sem hér hefur farið fram og alla þá lögfræðinga sem kallaðir hafa verið til að vísa þá í orðabókarskýringu hv. þm.?