Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:26:03 (4203)

2001-01-23 16:26:03# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:26]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði að ég teldi að við kæmumst ekki lengra. Við erum tvær andstæðar fylkingar, ekki bara inni í þingsalnum heldur úti í samfélaginu líka. Hver á að skera úr um þetta deilumál? Auðvitað hafði ég talið að hér næðist sátt um lagasetningu. En það næst ekki sátt í þessu máli. Og mér finnst algjörlega óásættanlegt að afgreiða lög sem við vísum svo til dómstóla hvernig eigi að túlka. Mér finnst það óásættanlegt. Ég veit ekki hver á að skera úr í þessu máli nema þá þjóðin sjálf. Ég held að það verði dómur framtíðarinnar sem sker úr í þessu máli. Ég vil ekki vísa þessu til Hæstaréttar.