Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:30:47 (4207)

2001-01-23 16:30:47# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:30]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna öllum þeim hækkunum sem koma til öryrkja og annarra lífeyrisþega og allra þeirra í landinu sem búa við lág laun.

En það var ekki samstaða um að breyta þessu ákvæði í lögum, að miða ekki við lægstu laun. Ég veit ekki hvort tímasetningin er tilviljun eða ekki, en vissulega er í núverandi ákvæðum sleginn ákveðinn varnagli fyrir því að launin hrapi ekki enn frekar niður en meðallaunin, en það vekur a.m.k. hjá mér ákveðna tortryggni að eftir þennan tíma hefur verið hægt að hækka lægstu launin umfram laun annarra og hefur ekkert veitt af. Ég hefði viljað að þær umframbætur hefðu komið til öryrkja líka.