Fundarhlé

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 20:54:40 (4228)

2001-01-23 20:54:40# 126. lþ. 64.92 fundur 267#B fundarhlé# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[20:54]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil segja út af því sem hv. þm. sagði að það er rétt að þegar hann var í ræðustól voru rétt um 10 mínútur þangað til klukkan yrði 7 og eins og venja er til þegar fundur hefst fyrir hádegi, kl. 10.30 hófst fundur í morgun, þá er venja að það sé kvöldverðarhlé. Eins og hv. þm. sagði réttilega hafði hann óskað eftir því sérstaklega að hæstv. forsrh. yrði viðstaddur ræðu hans og það var að sjálfsögðu ógerningur að hann gæti komist hingað fyrir kl. 7. Eins og hv. þm. veit ber það oft við í þingsölum þegar menn eru að hefja ræður sínar að þeir vilja gjarnan fá að tala í samhengi. Af þeim sökum taldi ég, í glapræði sýnilega, að hv. þm. væri greiði gerður með því að hann fengi að flytja ræðu sína skipulega í einu lagi og bið hv. þm. afsökunar á því að ég skyldi hafa reynt að haga svo til.