Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 22:56:54 (4245)

2001-01-23 22:56:54# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[22:56]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Með þessu frv. er ríkisstjórnin að framfylgja dómi Hæstaréttar. Menn geta alltaf deilt um á hvaða upphæð bótatalan endar. En þarna er gengið alllangt miðað við þá tölu sem er grunntalan í hæsta máta, 51 þúsund, sem er þó vissulega ekki há tala. Það er engin spurning að þetta snýst fyrst og fremst um að túlka dóm Hæstaréttar í þessu máli.