Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 23:00:12 (4249)

2001-01-23 23:00:12# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[23:00]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Það er alltaf erfitt að þurfa að meðtaka orðtakið ,,sá er vinur sem til vamms segir`` og þannig hef ég reynt að fjalla um nokkur atriði í hinu alræmda tunguflæði hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar. Það orð er ekki notað um neinn annan Íslending, ,,tunguflæði`` og er vel við hæfi.

En að halda því fram að út úr svarbréfi vegna spurningar Alþingis til Hæstaréttar í dag sé ekki hægt að lesa að verið sé að fjalla um það mál sem hér er til umræðu er svo langsótt að það er nánast ekki ástæða til að svara slíku. Það vita nákvæmlega allir um hvað málið snýst og um hvað er fjallað, nema strúturinn sem stingur höfðinu ofan í sandinn. Hann sér ekki langt.