Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 23:02:42 (4251)

2001-01-23 23:02:42# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[23:02]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er tamt að búa sér til sínar eigin kenningar, sín eigin skjól. Auðvitað var það mikill misskilningur sem hann vék að almennt um tekjutryggingar og meðferð slíkra mála í íslensku samfélagi, bara einfaldur misskilningur.

Svo vil ég leyfa mér að benda á, af því að orðið ,,myglingur`` er fallegt orð, að maður talar ekki um myglingu. Það er myglingur. Þannig er það nú. Ég bið hv. þm. forláts, en þetta fallega orð finnst mér að eigi að standa í réttu kyni.