Bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 10:37:22 (4301)

2001-02-08 10:37:22# 126. lþ. 66.92 fundur 271#B bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[10:37]

Forseti (Halldór Blöndal):

Vegna ummæla hv. þm. og vegna þeirrar bókunar sem kynnt var af 1. varaforseta Alþingis tel ég nauðsynlegt að kynna bókun sem ég gerði á næstsíðasta fundi forsn.

,,Eins og sést af bréfum forseta Alþingis í umboði forsætisnefndar og forseta Hæstaréttar er farið efnislega rangt með innihald þeirra í bókun Guðmundar Árna Stefánssonar. Ég harma einnig að í viðtölum við tvo forsætisnefndarmenn í fjölmiðlum skuli farið rangt með staðreyndir.

Ef forseti Alþingis boðar til fundar í forsætisnefnd og meiri hluti er mættur er sá fundur ályktunarbær og menn hafa ekki tillögurétt á slíkum fundum sem fjarverandi eru fremur en í sölum Alþingis almennt. Ég vonast til að geta átt gott samstarf við forsætisnefndarmenn í framtíðinni.``

Þetta er sú bókun sem ég lét gera og er skýr og kemur að efni málsins.