Bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 10:38:48 (4302)

2001-02-08 10:38:48# 126. lþ. 66.92 fundur 271#B bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar# (aths. um störf þingsins), TIO
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[10:38]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Mér sýnist á málflutningi hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar að hann hafi kvatt sér hljóðs á röngum forsendum. Hann taldi að um þá ákvörðun sem tekin var um að senda Hæstarétti bréf hefði átt að fjalla í fullskipaðri forsn. En svo vill til að það var einmitt fullskipuð forsn. sem tók þessa ákvörðun. Hv. þm. sem sjálfur gegnir embætti varaforseta þingsins var í fjarvistarleyfi og svo var einnig um 3. varaforseta þingsins. Þar sem þessir tveir menn höfðu löglegar fjarvistir var forsn. fullskipuð og skiptir þá engu í raun og veru hverra erinda varaforsetar þingsins höfðu gengið.