Samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 12:00:21 (4323)

2001-02-08 12:00:21# 126. lþ. 66.1 fundur 412. mál: #A samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[12:00]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þau álitamál sem við höfum sett fram spurningar um vil ég taka fram að við erum svo heppin að íþyngjandi lagaákvæðum hvað varðar réttmæta meðferð á útlendingum sem leita hér hælis var ekki þröngvað í gegnum Alþingi fyrir jól og að stærra frv. um heildarlöggjöf um réttindi útlendinga er nú til meðferðar í allshn. Því munum við skoða þessi mál í tveimur nefndum, eins og ég sagði í ræðu minni, og það er þó kostur að þetta fylgist að í skoðun.

En ég spyr ráðherrann: Er nokkuð í þáltill. að þessum samningi sem hindrar að við setjum lög um útlendinga sem fyrst og fremst tryggi réttindi við málsmeðferð, t.d. varðandi hælisleitendur, samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna? Getum við tryggt framkvæmd flóttamannasamningsins í löggjöf okkar samhliða því að lögfesta þessa tillögu?