Lagabreytingar vegna Genfarsáttmála

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 12:26:44 (4336)

2001-02-08 12:26:44# 126. lþ. 66.2 fundur 180. mál: #A lagabreytingar vegna Genfarsáttmála# þál., utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[12:26]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að hafa vakandi auga með því að við stöndum við samningsskuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi og er ekkert nema gott um það að segja.

Hins vegar er niðurstaða utanrrn. sú, sem betur fer, að við höfum staðið við slíkar skuldbindingar en eðlilegt er að utanrmn. taki málið til umfjöllunar og þá munum við að sjálfsögðu koma þeim gögnum á framfæri sem nauðsynleg eru. Ef eitthvað ber út af í þessu efni eru tækifæri til að lagfæra það að því tilefni sem hv. þm. sagði, þ.e. því frv. sem hæstv. dómsmrh. mun beita sér fyrir að verði til umfjöllunar á Alþingi síðar í vetur.