Skaðabótalög

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 13:54:58 (4354)

2001-02-08 13:54:58# 126. lþ. 66.4 fundur 50. mál: #A skaðabótalög# (tímabundið atvinnutjón) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[13:54]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Já, sjúkra-eitthvað. Það er einmitt það markmið sem sjúkrasjóðirnir standa fyrir. Þeir setja sér starfsreglur og ég veit að þær reglur eru til. Hv. þm. ætti mjög auðvelt með að útvega sér þær ef hann vildi kynna sér þær. (PHB: Nei, það er erfitt að fá þær.) Á hann það ekki? Þá vil ég mælast til þess úr þessum ræðustól að þau stéttarfélög sem heyra á mál okkar sendi hv. þm. reglugerðir sínar um sjúkrasjóði og styrktarsjóði þannig að honum gefist kostur á að kynna sér eftir hvaða reglum er unnið svo að það fari ekkert á milli mála.