Aðgengi að úrlausnum samræmdra prófa

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:27:14 (4412)

2001-02-12 15:27:14# 126. lþ. 67.1 fundur 279#B aðgengi að úrlausnum samræmdra prófa# (óundirbúin fsp.), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svarið og fagna því. Augljóslega er hér í gangi misskilningur. Tilefni þessarar spurningar var að fá úr því skorið hvernig þessum málum er skipað. Nú liggur það ljóst fyrir.

Jafnframt er rétt að draga fram að einstakir foreldrar hafa áhyggjur af meintri gjaldtöku fyrir aðgang að nemendaúrlausnum. Ég tek það svo að þannig sé málum ekki háttað enda væri afskaplega varasamt ef Námsmatsstofnun gerði slíkt að tekjulind. Hér er um afskaplega mikilvægt mál að ræða í námsmati og í framförum nemenda og því má segja að hér sé um þjóðhagslegt mál að ræða. Ég vildi bera þessa fyrirspurn hér fram til þess að fá úr því skorið. Nú hefur það verið skýrt og ég þakka hæstv. ráðherra svarið.