Breytingar á starfsemi Rariks

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:37:03 (4420)

2001-02-12 15:37:03# 126. lþ. 67.1 fundur 280#B breytingar á starfsemi Rariks# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:37]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ætli við getum ekki verið sammála um það, ég og hv. þm., að ef til þess kemur að höfuðstöðvar Rariks verði fluttar til Akureyrar, sem er ekki ákveðið á þessari stundu, sé það byggðaaðgerð. Mér finnst hann því tala gegn sjálfum sér þegar hann telur að það sé andstætt byggðastefnu að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins hugsanlega til Akureyrar.

Ég vil leggja áherslu á í þessu sambandi að þær breytingar sem gerðar verða hjá Rarik eru í samræmi við það nýja raforkukerfi og raforkufyrirkomulag sem við sjáum fyrir okkur. Sá skipulegi áróður sem haldið uppi og hnígur í þá átt að byggðamálaráðherrann sé að flytja störf til Reykjavíkur er hreint og beint ósannur. Ég veit ekki hver stendur fyrir þessum áróðri en a.m.k. verð ég mjög víða vör við hann og hann er ósanngjarn.