Skýrsla auðlindanefndar

Þriðjudaginn 13. febrúar 2001, kl. 13:32:57 (4495)

2001-02-13 13:32:57# 126. lþ. 68.91 fundur 291#B skýrsla auðlindanefndar# (umræður utan dagskrár), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 126. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Nú hefst umræða utan dagskrár um skýrslu auðlindanefndar. Málshefjandi er hv. þm. Sverrir Hermannsson. Hæstv. sjútvrh., Árni M. Mathiesen verður til andsvara.

Það er samkomulag um það hvernig umræðunni verður hagað. Í fyrstu umferð hafa málshefjandi og ráðherra hvor um sig 12 mínútur og talsmenn annarra þingflokka átta mínútur hver. Í 2. og 3. umferð hefur einn þingmaður frá hverjum flokki fjórar mínútur. Við lok umræðunnar hafa málshefjandi fimm mínútur og ráðherra átta mínútur. Áætlað er að umræðan standi í röska eina og hálfa klukkustund.