Sjúkraflug

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:18:14 (4574)

2001-02-14 14:18:14# 126. lþ. 70.2 fundur 405. mál: #A sjúkraflug# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:18]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég undrast þessi viðbrögð hv. þm. en vek bara athygli á því að niðurstaða hans var sú að starfsmenn Flugmálastjórnar stæðu sig í stykkinu og sæju um þá þjónustu sem veitt er á flugvöllunum. (KLM: Í sjálfboðavinnu.) Og það er aðalatriði málsins. Aðalatriði málsins er að ekki er við neinn að sakast í þessu máli.