Undanþágur frá fasteignaskatti

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:42:33 (4584)

2001-02-14 14:42:33# 126. lþ. 70.4 fundur 409. mál: #A undanþágur frá fasteignaskatti# fsp. (til munnl.) frá félmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:42]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég held að hv. fyrirspyrjandi hreyfi hér mjög stóru máli. Sveitarfélögin hafa á undanförnum áratugum nýtt sér þær heimildir að geta fellt niður eða lækkað fasteignagjöld ýmissa hópa og félagasamtaka og opinberra bygginga. Þau hafa reyndar gert það með mjög mismunandi hætti. Við vitum að aldraðir hafa fengið niðurfellingu fasteignagjalda, öryrkjar og fleiri, með ýmsum aðferðum. Skólahúsnæði hefur verið undanþegið fasteignaskatti enda er það gjald sem rennur í vasa sveitarfélagsins í dag. Þegar sveitarfélögin og ríkið ráku þetta saman þá var reynt að skipta þessu. Ég held að það væri mjög varasamt að taka það vald af sveitarfélögunum að þau geti nýtt sér það að veita undanþágu frá fasteignasköttum. Ég er ekki viss um að það sé rétt leið.