Undanþágur frá fasteignaskatti

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:44:48 (4586)

2001-02-14 14:44:48# 126. lþ. 70.4 fundur 409. mál: #A undanþágur frá fasteignaskatti# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:44]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Hér er hreyft mjög merkilegu máli sem nauðsynlegt er að ræða. Ég tek undir það að engin ástæða er til að fella úr gildi heimildir sveitarfélaga til að lækka fasteignagjöld hjá öldruðum og öryrkjum.

[14:45]

Svo sannarlega skekkja undanþágur samkeppnisstöðu sveitarfélaga og sum ríkisfyrirtæki greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga, það er alveg ljóst. Það eru mörg ráðuneyti sem eru með byggingar í viðkomandi sveitarfélögum. Eitt fyrirtæki, Rarik, greiðir t.d. ekki fasteignaskatta af byggingum sínum til sveitarfélaga. Hins vegar greiðir það þjónustugjöld og annað þess háttar og auðvitað sjáum við það í hendi okkar hvernig þetta skekkir í raun og veru samkeppnisstöðu sveitarfélaga þar sem sum ríkisfyrirtæki greiða fasteignaskatta og önnur ekki. En fyrir alla muni eigum við að gefa sveitarfélögunum frjálsar hendur að veita undanþágur til hópa eins og aldraðra og öryrkja.