Hvalveiðar

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 15:01:17 (4594)

2001-02-14 15:01:17# 126. lþ. 70.5 fundur 397. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[15:01]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Í hvalveiðiumræðum í þingsalnum hefur oftast skort skilning á sölumöguleikum hvalaafurða. Þótt Íslendingar uppfylli öll formleg skilyrði um hvalveiðar er fullkomlega óljóst að hægt yrði fyrir okkur að flytja hvalaafurðirnar út. Norðmenn hafa ákveðið að flytja út hvalaafurðir en hverjir hafa ákveðið að kaupa þær? Það liggur alveg ljóst fyrir að það er mjög óvíst að Norðmenn finni nokkurn markað fyrir hvalaafurðir sínar í Japan. Um þetta hafa borist upplýsingar til Norðmanna.