Staða sjávarbyggða

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 15:39:26 (4615)

2001-02-14 15:39:26# 126. lþ. 70.7 fundur 404. mál: #A staða sjávarbyggða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ekki hefur vantað yfirlýsingar um hvað byggðastefnan stæði fyrir. En vantað hefur framkvæmd byggðastefnunar. Byggðastefnan hefur fyrst og fremst verið eyðibyggðastefna. Og þær fullyrðingar hv. þm. Tómasar Inga Olrichs áðan að söfnun aflaheimilda inn á fáa staði hafi ekki áhrif á neina aðra eru vægast sagt furðulegar. Það hlýtur að þurfa að færa aftur til baka til þeirra sem hafa misst aflaheimildir sínar ef menn eiga að njóta þeirra staðarkosta að sjávarbyggðir liggi vel að fiskimiðum. Þá hljóta þær að þurfa þess. Þá er rétt að taka fram í hinum enda skýrslunnar að sjávarbyggðir hafa mesta ógnun af að fá ekki að stunda fiskveiðar.