Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 12:34:44 (4669)

2001-02-15 12:34:44# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., SJS
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[12:34]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég ætlaði að spyrja hvar 1. flm. þessa máls er niðurkominn. Ég hefði áhuga á að eiga orðastað við þann hv. þm. Mér finnst nú lágmarksskylda þeirra sem vilja þoka málum sínum áleiðis að þeir séu viðstaddir umræður. Ég held ég neyðist til að fara fram á ...

(Forseti (ÁSJ): Forseti mun láta athuga með 1. flm.)

Ég held ég verði að fara fram á að fá að gera hlé á máli mínu þangað til hv. þm. Gunnar Birgisson kemur. Ég ætlaði að ræða við hann sem ábyrgðarmann þessa máls nokkur atriði sem lúta að formlegum þáttum þess, þar á meðal að það skuli endurflutt hér í algjörlega óbreyttri mynd sem var felld í atkvæðagreiðslu hér á síðasta þingi.

(Forseti (ÁSJ): Forseti telur ástæðu til þess að gera tveggja mínútna hlé á fundinum og freista þess að fá framsögumann málsins í hús.)