Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 14:33:14 (4702)

2001-02-15 14:33:14# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[14:33]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að nýta rétt minn til athugasemda við ræðu þingmannsins til að taka undir með gagnrýni hans. Mér finnst alveg fráleitt að Alþingi skuli afgreiða málið í atkvæðagreiðslu hér. Það er sjaldgæft að þingmannamál náist til baka úr nefnd eftir að hafa verið rædd við 1. umr. Það gerðist í fyrra, þetta mál var afgreitt úr nefnd, það kom til atkvæðagreiðslu hér í þessum sal og var fellt. Í rauninni er alveg fráleitt að það skuli vera flutt aftur núna og ég gagnrýni það. Að öðru leyti mun ég ekki blanda mér í þessa umræðu en ég mun heldur ekki styðja þetta mál að þessu sinni fremur en í fyrra.

Til gamans má geta þess að það var þingmaður Sjálfstfl. frá Ísafirði, Kjartan Jóhannsson læknir, sem barðist í nokkur ár, ef ég man rétt, fyrir banni á hnefaleikum og hans hefur verið minnst fyrir það og verið virtur fyrir það. Og það er dálítið gaman að hugsa til þess að það sé annar sjálfstæðismaður sem ætlar að gera það að meginmáli sínu að berjast fyrir þessu máli á þingi.