Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 14:55:47 (4708)

2001-02-15 14:55:47# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[14:55]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt málið og þingmaðurinn hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að þetta væri spurning um frjálst val, að velja þá íþrótt sem menn vilja stunda en forsjárhyggjuflokkurinn vinstri grænir eru á móti slíku. Hér er verið að reyna að rugla saman ólympísku boxi og atvinnumannaboxi. Þetta er alveg rangur málflutningur. Þingmenn sem hafa verið að tala á móti þessu reyna að rugla þessu saman til að sverta málið.

Ég fór yfir það í inngangsræðu minni að munurinn á þessu tvennu er gífurlega mikill og enn og enn og aftur er verið að draga í efa rannsóknir sem hafa sýnt að ólympískir hnefaleikar eru með eina minnstu meiðslatíðni í íþróttum, mun minni en t.d. amerískur fótbolti eða hafnabolti eða knattspyrna og svo lengi má telja. Við skulum því fara alveg rétt með staðreyndir í málinu.