Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 15:01:03 (4713)

2001-02-15 15:01:03# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[15:01]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Sá hv. þm. sem að mínu mati hefur flutt athyglisverðustu ræðurnar í þessu máli er hv. þm. Katrín Fjeldsted. Hv. þm. hefur bent á rannsóknir og komið með tilvitnanir í læknatímarit sem segja annað en hv. þm. Ásta Möller er hér að segja með sínum læknatímaritum, þeim vísindatímaritum sem hún vitnar í. Það nægir að vitna til ræðuhalda hv. þm. Katrínar Fjeldsted sem hefur beitt sér í þessari umræðu en hún sagði í ræðustól hér í fyrra að bæði ameríska læknafélagið og breska læknafélagið setji hnefaleika af báum sortum undir sama hatt vegna þeirra höfuðáverka sem af hnefaleikunum geti leitt.

Ég hef þá trú að vísindatímaritin sem hv. þm. Katrín Fjeldsted vitnar í séu jafnþung á metunum og vísindatímaritin sem hv. þm. Ásta Möller vitnar til.