Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 15:05:37 (4717)

2001-02-15 15:05:37# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er nú oftúlkun hjá hv. þm. að ég hafi borið saman áhugamannahnefaleika og mannát. Ég var hins vegar í grínaktugum tón að geta um það að hér sé verið að kalla menn til nútímans. Það er því ekki rétt að ég hafi borið saman áhugamannahnefaleika og mannát. Ég var reyndar að vitna til frammíkalls í salnum. Ég skil svo sem vel að það fari fyrir brjóstið á hv. þm. og ítreka að það var ekki ætlun mín að bera neitt slíkt saman.

Varðandi það að treysta ÍSÍ til þess að setja reglur, ég treysti ÍSÍ fullkomlega til þess að setja reglurnar. En, herra forseti, ég treysti ekki iðkendunum til að fara eftir þeim.