Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 16:02:02 (4733)

2001-02-15 16:02:02# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[16:02]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Ber að skilja það svo að hnefaleikaíþróttin byggist ekki á því að menn reyni að koma höggi hver á annan heldur að verjast? Ég skildi ekki verkfræðinginn alveg rétt, eða hvað? Ég spyr.

Nei, ég segi að ég held að svo hljóti að vera, eða að a.m.k. er svo í mínum huga, að ég vil frekar að börn mín stundi knattspyrnu en að þau fari að æfa hnefaleika. Þar er allt annar hugur og allt önnur hugsun að mínu viti. Ég get náttúrlega ekki talað öðruvísi en út frá mínu hjarta og skynsemi minni. Það er allt önnur hugsun og meining í boxíþróttinni en í knattspyrnunni. Í boxinu, í hnefaleikunum, er ætlunin og markmiðið að kýla í andstæðinginn. Það er ekkert öðruvísi. Við sjáum það, hvort sem það er í ólympískum hnefaleikum eða venjulegum.