Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 19. febrúar 2001, kl. 15:02:02 (4750)

2001-02-19 15:02:02# 126. lþ. 72.95 fundur 310#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Að loknum atkvæðagreiðslum um níu fyrstu dagskrármálin fer fram umræða utan dagskrár um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Frímannsdóttir. Hæstv. utanrrh. Halldór Ásgrímsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.